Aðdragandi farsældar­laganna
Á Íslandi hafa ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna tekið gildi.
Í farsæld barna er lögð rík áhersla á að börn og foreldrar hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana, ef á þarf að halda. Þannig fá þau upplýsingar um þjónustu í þágu barnsins og þjónustuveitendur, foreldrar og börn, eftir atvikum, móta í sameiningu markmið, úrræði og mat á árangri.
Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna
Vinna við breytingar í þágu barna hófst á vor­mánuðum 2018 þegar Ásmundur Einar Daðason, þá félags- og jafnréttis­málaráðherra, boðaði til ráðstefnu um snemmtæka íhlutun í málefnum barna.

Í framhaldinu skrifuðu fimm ráðherrar og Samband íslenskra sveitar­félaga undir vilja­yfirlýsingu í þeim tilgangi að brjóta niður múra milli kerfa, bæta þjónustu í þágu barna og skapa barnvænt samfélag. Í janúar 2022 tóku lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna gildi (nr. 86/2021), lög sem oft eru nefnd farsældar­lögin til ein­földunar. Það mun taka tíma að innleiða ný lög og nýja hugsun og því gefum við okkur 3–5 ár í inn­leiðingartímabilið. Við ætlum öll að hjálpast að við þetta.  
Nánar um farsældarlögin