Fyrir fagfólk
Fyrir frekari upplýsingar fyrir tengiliði, málstjóra og annað starfsfólk sem vinnur með börnum og fjölskyldum er bent á heimasíðu Barna- og fjölskyldustofu.
Einnig er þar að finna upplýsingar vegna innleiðingar farsældarlaganna til sveitarfélaga, heilsugæslu, framhaldsskóla og annarra sem hafa hlutverk samkvæmt löggjöfinni.
Í farsæld barna er lögð rík áhersla á að börn og foreldrar hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana, ef á þarf að halda. Þannig fá þau upplýsingar um þjónustu í þágu barnsins og þjónustuveitendur, foreldrar og börn, eftir atvikum, móta í sameiningu markmið, úrræði og mat á árangri.
Farsældarteymi Barna- og fjölskyldustofu er til ráðgjafar hvort sem það snýr að farsældarlöggjöfinni, úrræðum sveitarfélaga eða einstaklingsmálum. Bent er á netfangið farsaeld@bofs.is.